Góð fyrirmynd er forsenda framfara og hvatning til að ná árangri.

Fyrirmyndir er verkefni sem snýr að því að gefa til baka. Við viljum styðja við unga einstaklinga sem hafa náð langt í sinni íþrótt og eru glæsilegar fyrirmyndir. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að taka þátt í íþróttum og stunda reglulega hreyfingu, temja sér hollt og næringarríkt mataræði og leggja rækt við heilbrigðan lífsstíl.

Að ná árangri felst meðal annars í því að setja sér markmið og einsetja sér hugarfar að stefna að því í einu og öllu. Hluti af vegferðinni er að taka ábyrgð á sinni þjálfun og vexti, hlusta og læra af öðrum og hafa viljastyrk til að færa fórnir og forðast freistingar sem hafa neikvæð áhrif á jákvæða framþróun.

Frá því að Local hóf starfsemi hefur markmið okkar verið að bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Viðskiptavinir Local eiga það sameiginlegt að vilja holla og bragðgóða næringu sem kemur í veg fyrir stöðnun og ýtir undir metnað, framfarir og trú. Local er lítill en mikilvægur hluti af góðum undirbúningi, hvatningu og áskorun. Þannig er okkar verkefni einn þáttur í verkefnum viðskiptavina okkar, hvort sem það er í starfi, íþróttum eða áhugamálum.

Fyrirmyndir Local endurspegla jákvætt hugarfar, metnað og vilja að gera betur. Þær eru ungir leiðtogar og fyrirmyndir innan sem utan vallar. Þær eiga það sameiginlegt með Local að vilja senda hvetjandi og jákvæð skilaboð um að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs.