Fyrirmyndir er verkefni sem snýr að því að gefa til baka. Við viljum styðja við unga einstaklinga sem hafa náð langt í sinni íþrótt og eru glæsilegar fyrirmyndir. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þess að taka þátt í íþróttum og stunda reglulega hreyfingu, temja sér hollt og næringarríkt mataræði og leggja rækt við heilbrigðan lífsstíl.

Að ná árangri felst meðal annars í því að setja sér markmið og einsetja sér hugarfar að stefna að því í einu og öllu. Hluti af vegferðinni er að taka ábyrgð á sinni þjálfun og vexti, hlusta og læra af öðrum og hafa viljastyrk til að færa fórnir og forðast freistingar sem hafa neikvæð áhrif á jákvæða framþróun.

Frá því að Local hóf starfsemi hefur markmið okkar verið að bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Viðskiptavinir Local eiga það sameiginlegt að vilja holla og bragðgóða næringu sem kemur í veg fyrir stöðnun og ýtir undir metnað, framfarir og trú. Local er lítill en mikilvægur hluti af góðum undirbúningi, hvatningu og áskorun. Þannig er okkar verkefni einn þáttur í verkefnum viðskiptavina okkar, hvort sem það er í starfi, íþróttum eða áhugamálum.

Fyrirmyndir Local endurspegla jákvætt hugarfar, metnað og vilja að gera betur. Þær eru ungir leiðtogar og fyrirmyndir innan sem utan vallar. Þær eiga það sameiginlegt með Local að vilja senda hvetjandi og jákvæð skilaboð um að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs

Thelma Aðalsteinsdóttir

Thelma er ein fremsta fimleikakona Íslands og hefur afrekað margt á sínum ferli, meðal annars var hún kosin fimleikakona ársins 2023 ásamt því að vera á topp 10 lista yfir íþróttamann ársins. Á Evrópumótinu í áhaldafimleikum 2024 framkvæmdi Thelma æfingu á tvíslá fyrst allra og heitir nú sú æfing, Adalsteinsdottir.

,,Fyrirmynd er manneskja sem er með sterkan karakter og leggur sig alla fram í öllu sem hún gerir”

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Karólína Lea

Karólína Lea er 22 ára knattspyrnukona sem spilar fyrir íslenska landsliðið og Bayer Leverkusen í þýskalandi. Karólína fór út í atvinnumennskuna aðeins 20 ára gömul þegar hún skrifaði undir hjá Bayern Munich í Þýskalandi og hefur náð miklum árangri á sínum ferli þrátt fyrir ungan aldur. Þá má nefna að hún varð Þýskalandsmeistari með liðinu sínu árið 2021 og spilaði síðan sinn fyrsta leik á stórmóti á EM 2022 þar sem hún skoraði gegn Ítalíu.

,,Mín fyrirmynd er góðhjörtuð, þrautseig og tekur áskorunum með jákvæðu hugarfari og trúir því að hún sé óstöðvandi. Ég vil vera fyrirmynd sem fær aðra til að trúa á sjálfa sig”

Birna Kristín

Birna Kristín er afrekskona í frjálsum íþróttum hjá Breiðablik ásamt því að vera partur af íslenska landsliðinu. Hún er ein fremsta frjálsíþróttakonan í stökkum og sprettum, þar sem hún hefur nælt sér í þó nokkur u18 og u20 Íslandsmet. Birna var kosin frjálsíþróttakona Kópavogs árið 2023 og var einnig í topp 5 sem íþróttakona Kópavogs sama ár.

„Fyrirmynd fyrir mér er einhver sem er jákvæður og hvetur mann til að vera besta útgáfan af sjálfum sér”