Fyrirmynd

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Knattspyrnukona

Karólína Lea er 22 ára knattspyrnukona sem spilar fyrir íslenska landsliðið og Bayer Leverkusen í þýskalandi. Karólína fór út í atvinnumennskuna aðeins 20 ára gömul þegar hún skrifaði undir hjá Bayern Munich í Þýskalandi og hefur náð miklum árangri á sínum ferli þrátt fyrir ungan aldur. Þá má nefna að hún varð Þýskalandsmeistari með liðinu sínu árið 2021 og spilaði síðan sinn fyrsta leik á stórmóti á EM 2022 þar sem hún skoraði gegn Ítalíu.

,,Mín fyrirmynd er góðhjörtuð, þrautseig og tekur áskorunum með jákvæðu hugarfari og trúir því að hún sé óstöðvandi. Ég vil vera fyrirmynd sem fær aðra til að trúa á sjálfa sig”